Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

70 ár í dag frá því Keflavík fékk kaupstaðarréttindi
Mánudagur 1. apríl 2019 kl. 12:06

70 ár í dag frá því Keflavík fékk kaupstaðarréttindi

Í dag, 1. apríl 2019, eru 70 ár liðin síðan Keflavík fékk kaupstaðarréttindi. Lög um Keflavíkurkaupstað voru staðfest af Forseta Íslands, Sveini Björnssyni þann 22. mars árið 1949 en tóku gildi 1. apríl með birtingu í Stjórnartíðindum. Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
 
Samkvæmd þáverandi lögum gátu hreppir sem voru með yfir 1000 íbúa sótt um til Alþingis að verða sérstakt lögsagnarumdæmi eða kaupstaður. Keflavík hafði reyndar löngu náð því marki en ekki var farið að huga að því að sækja um fyrr en haustið 1948.
 
Þar sem stutt var til næstu sveitarstjórnarkosninga, en þær voru 1950 var hreppsnefndin áfram við stjórnvölin og oddvitinn fékk vald bæjarstjóra, eins og sagði í 3.-4. tbl. Faxa árið 1949.
 
Fyrsti fundur eftir kaupstaðarréttindin var haldinn 6. apríl og hann sátu Ragnar Guðleifsson oddviti, Jón Tómasson og Steindór Pétursson (varamaður), Alþýðuflokki, Valtýr Guðjónsson, Framsóknarflokki og Guðmundur Guðmundsson, Bjarni Albertsson og Helgi Eyjólfsson (allir varamenn), Sjálfstæðisflokki.
 
Þess má geta að Njarðvík fékk kaupstaðarréttindi 31. desember 1975, en lögin voru samþykkt 24. desember það sama ár, að því er fram kemur á vef Alþingis.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024