70.000 tonna skemmtiferðaskip „sleikti“ Garðskagaflös
Það var stórkostleg sjón að sjá þýska skemmtiferðaskipið AIDAblu fara fyrir Garðskaga nú í kvöld. Skipið sem er 70.000 brúttólestir og rúmar 1.590 farþega og 1.000 manna áhöfn fór fyrir Garðskaga um kl. 21 í kvöld.
AIDAblu er stærsta skemmtiferðaskipið sem Samskip taka á móti í sumar. Soffía Halldórsdóttir, sölufulltrúi í stórflutningadeild, segir á vef Samskipa að þjónustan, sem Samskip veita skemmtiferðaskipunum, sé margskonar. „Hún snýr að ýmsu sem
tengist vistum, aðbúnaði, viðhaldi og allri almennri þjónustu, allt frá því að útvega nýjustu dagblöðin til þess að koma fólki til læknis,” segir Soffía.
Meðfylgjandi myndir tóku ljósmyndarar Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson og Þorgils Jónsson, þegar AIDAblu sigldi fyrir Garðskaga og einnig þegar þetta risaskemmtiferðaskip mætti íslenskum skuttogara, sem var hálfgerður korktappi við hliðina á skemmtiferðaskipinu.
AIDAblu er stærsta skemmtiferðaskipið sem Samskip taka á móti í sumar. Soffía Halldórsdóttir, sölufulltrúi í stórflutningadeild, segir á vef Samskipa að þjónustan, sem Samskip veita skemmtiferðaskipunum, sé margskonar. „Hún snýr að ýmsu sem
tengist vistum, aðbúnaði, viðhaldi og allri almennri þjónustu, allt frá því að útvega nýjustu dagblöðin til þess að koma fólki til læknis,” segir Soffía.
Meðfylgjandi myndir tóku ljósmyndarar Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson og Þorgils Jónsson, þegar AIDAblu sigldi fyrir Garðskaga og einnig þegar þetta risaskemmtiferðaskip mætti íslenskum skuttogara, sem var hálfgerður korktappi við hliðina á skemmtiferðaskipinu.