70.000 fréttir á endurbættum Víkurfréttavef
– Vefur Víkurfrétta lagar sig að sjalltækjum og spjaldtölvum
Á vef Víkurfrétta er hægt að lesa 70.000 fréttir eða aðrar færslur um mannlíf, íþróttir eða aðsendar greinar. Frétt númer 70.000 var sett inn á vefinn nú áðan og segir frá ungum manni úr Sandgerði sem er meðal fremstu stærðfræðinga landsins.
Hér má lesa frétt númer 70.000
Víkurfréttavefurinn fékk í vikunni andlitslyftingu auk þess sem hann aðlagar sing nú að spjaldtölvum og snjalltækjum.
Það er fyrirtækið Dacoda í Reykjanesbæ sem sér um útlit og viðmót á vefsíðu Víkurfrétta.