Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

7,7 milljarða hagnaður hjá Reykjanesbæ
Miðvikudagur 7. apríl 2010 kl. 12:15

7,7 milljarða hagnaður hjá Reykjanesbæ


Endurskoðaður ársreikningur Reykjanesbæjar var lagður fram í bæjarstjórn í gær. Samkvæmt ársreikningnum skilaði bæjarsjóður Reykjanesbæjar  7,7 milljarða kr. hagnaði árið 2009.


Eignir bæjarsjóðs um áramót voru 24,2 milljarðar kr. Skuldir og skuldbindingar voru 14,1 milljarður kr.
Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs var 41,8%,

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Rekstrargjöld bæjarsjóðs voru 186 milljónum kr. undir áætlun, 8,1 milljarður kr.  Þrátt fyrir þetta hefur aukinn kostnaður í efnahagshruninu vegna  niðurgreiðslu og félagslegrar aðstoðar aukist um 450 milljónir kr. s.l. 2 ár.

Rekstrartekjur fyrir fjármagnstekjur voru tæplega 7 milljarðar kr. og voru 138 milljónum kr. undir áætlun.
Rekstrarhagnaður samstæðu nam 6,3 milljörðum kr. Eignir samstæðu námu  rúmlega 40 milljörðum kr. Skuldir og skuldbindingar voru 29,2 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall samstæðu var 27%  Niðurstaða samstæðu fyrir fjármagnsliði var tæplega 385 milljónum kr. hagstæðari en áætlað var.
Reykjanesbær hefur ákveðið að greiða upp annað tveggja erlendra lána að upphæð kr. 254 milljónir kr.


Ofangreint  kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Þar kemur fram að þrátt fyrir mjög jákvæðar vísbendingar í ársreikningi sé vandi bæjarins enn lágar tekjur af útsvari og hefðbundnar rekstrartekjur því undir rekstrarútgjöldum.
„Veltufjárhlutfall var 0,7 sem sýnir hæfi sveitarfélagsins til að inna af hendi nauðsynlegar greiðslur næstu tólf mánuði, sem bendir til lántöku eða annarra ráðstafana. Sýnt hefur verið fram á í úttekt Ráðgjafarfyrirtækisins Capacent frá febrúar s.l. og í eigin mati bæjaryfirvalda að fyrirhugaðar atvinnuframkvæmdir á ýmsum sviðum, sem eru komnar til framkvæmda, munu skila rekstrarhagnaði fyrir fjármagnsliði innan þriggja ára og því m.a. til styrkingar á veltufjárhlutfalli,“ segir í tilkynningunni frá Reykjanesbæ.