Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

7. bekkur í Sandgerði sigraði í keppninni „Tóbakslaus bekkur“
Á myndinni má sjá 7. bekk FS ásamt Fríðu Stefánsdóttur kennara bekkjarins, skólastjórnendunum Fanney D. Halldórsdóttur og Elínu Yngvadóttur, Sigrúnu Árnadóttur bæjarstjóra og Ólafi Þór Ólafssyni forseta bæjarstjórnar.
Sunnudagur 25. maí 2014 kl. 09:11

7. bekkur í Sandgerði sigraði í keppninni „Tóbakslaus bekkur“

Sjöundi bekkur FS í Grunnskólanum í Sandgerði vann fyrstu verðlaun í átaksverkefni Embættis landslæknis, Tóbakslaus bekkur.

Nemendur hafa unnið að verkefninu í allan vetur og gerðu ljóðabók, plaköt, myndasögu, bækling og héldu íbúafund þar sem fjallað var um skaðsemi tóbaksnotkunar. Haldin var hugmyndasamkeppni í bekknum um útlit á tóbaksbannsskiltum til að setja á íþróttasvæði á vegum bæjarins. Hugmyndirnar voru mjög flottar og voru valdar sex myndir og útbúin skilti sem hafa nú verið hengd upp í Íþróttamiðstöð Sandgerðis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á næstu dögum verður einnig sett upp skilti við Reynisvöllinn. Í ár tóku 240 bekkir víðsvegar um landið þátt í keppninni. Á skólaárinu þurftu bekkirnir að staðfesta fimm sinnum að þeir væru tóbakslausir og skila inn lokaverkefninu sínu. Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri og Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar heimsóttu bekkinn á dögunum og færðu þeim hamingjuóskir og viðurkenningu fyrir frábært verkefni og glæsilegan árangur.