Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

659 leikskólabörn í Reykjanesbæ – enginn biðlisti
Fimmtudagur 16. nóvember 2006 kl. 15:11

659 leikskólabörn í Reykjanesbæ – enginn biðlisti

Börn í leikskólum Reykjanesbjæjar eru alls 659. Þar af eru 533 í heilsdagsdvöl, einungis fimm eru í hálfsdagskvöld en 121 börn dvelja í leikskólanum frá 8 - 14 á daginn.
Þetta kemur fram í árlegri októberskýrslu leikskólafulltrúa Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar fyrir árið 2006 en þar eru teknar saman upplýsingar um leikskólastarf í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði.

Börn í leikskóla eru 97% en 3% nýta sér ekki þjónustu þeirra. Engin börn eru á biðlista.
Drengir eru 54% leikskólabarna en stúlkur 46%.
Fjöldi starfsfólks er samtals 179 í 156 stöðugildum. Af þessum fjölda eru 37% fagmenntað starfsfólk en leiðbeinendur eru 63%.
Börn einstæðra foreldra eru 124, systkinaafslátt fá 70 börn, nemendaafslátt 27, tvítyngd börn eru 65 og 34 fá sérkennslu.
Tvítyngd börn eru flest á Holti (18) og Hjallatúni (16) í Reykjanesbæ. Flest tvítyngd börn á svæðinu eru hins vegar í Gefnarborg í Garði eða samtals 29.
Nettórekstrarkostnaður leikskóla í Reykjanesbæ var nemur tæpum 340 milljónum eða um 607 þúsund nettókostnaður á hvert barn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024