650 grömm af amfetamíni fundust við húsleit
Rétt eftir miðnætti í nótt fór lögreglan í Keflavík, í samvinnu við lögregluna á Keflavíkurflugvelli, í fíkniefnahúsleit í íbúðarhúsnæði í Keflavík. Við þá leit fundust um 650 gömm. af amfetamíni. Þrír aðilar voru í húsinu og voru þeir allir handteknir og færðir í fangageymslu á lögreglustöðina í Keflavík þar sem þeir voru yfihreyrðir.





