Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 10. janúar 2002 kl. 11:14

64% barna yfir 2ja ára aldri á leikskóla í Reykjanesbæ

Í október árið 2000 voru alls 629 börn í leikskólum Reykjanesbæjar sem er 64% barna 2ja ára og eldri. Börn á biðlista eru 4% en börn sem fædd eru 2000-2001 og hafa ekki náð 2ja ára aldri eru 22%. Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar og skýrslu leikskólafulltrúa Reykjanesbæjar.Barngildi eru 716,3, dvalarstundir 4.308, deildargildi 25,4 og grunnstöðugildi 76,2. Börn einstæðra foreldra eru 105.
Í heilsdagsdvöl eru 317 börn og í hálfsdagsdvöl eru börnin 312. Alls njóta 28 börn sérkennslu í leikskólum, misjafnlega langan tíma eftir eðli mála.
Ljóst þykir að óskir foreldra um dvalartíma muni breytast með einsetningu grunnskólanna en mun færri sækja nú um hálfsdagsdvöl síðdegis. Heilsdagsrýmum hefur verið fjölgað og fækkar því börnum í hverjum leikskóla þó fjöldi dvalartíma sé óbreyttur. Leikskólastarf virðist því stefna í einsetningu.

Við leikskólana starfa alls 151 starfsmenn fyrir utan ræstingu. Leikskólakennarar eru 39, þroskaþjálfar eru 2 í alls 36,64 stöðugildum, leiðbeinendur eru 98 í 78,54 stöðugildum og í eldhúsum starfa 12 manns í 8,56 stöðugildum.
Stöðugildi við leikskólana eru samtals 123,74 fyrir utan ræstingu.

Meðalbrutto rekstrarkostnaður pr. barn árið 2000 var kr. 437.558 eða kr. 36.463 pr. barn á mánuði.
Foreldrar borguðu rúmar 73 milljónir í leikskólagjöld árið 2000.

Fjöldi barna eftir leikskólum:
Garðasel 122
Gimli 98
Heiðarsel 107
Hjallatún 97
Holt 57
Tjarnarsel 102
Vesturberg 46
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024