60 Minutes hreiðra um sig á Diamond Suites í Keflavík

Anderson Cooper fréttamaður frá hinum þekkta fréttaþætti 60 Minutes gisti og tók viðtal á fyrsta 5 stjörnu landsins, Diamond Suites, ásamt fylgdarliði sínu frá CBS fréttastöðinni. Tökulið og framleiðendur frá þessum heimsþekkta fréttaskýringaþætti er núna í Reykjanesbæ við fréttavinnslu.
 
Steinþór Jónsson, hóteleigandi á Diamond Suites, var að vonum ánægður með heimsóknina frá 60 Minutes.
 
„Það kom mér ekki á óvart að svona þekktur fréttaþáttur hefði fundið fyrsta 5 stjörnu hótel landsins en það eru mörg ný hótel núna sem vildu þá Lilju kveðið hafa,“ segir Steinþór kíminn um leið og hann brosti til dóttur sinnar, Lilju Karenar, sem er einmitt móttökustjóri Diamond Suites.
 
„Það er bæði gaman að geta boðið svona fagfólki uppá fyrsta flokks hótel í Keflavík og upplifa hve þessir veraldavönu gestir eru ánægðir með svíturnar okkar og alla aðstöðu. Okkar persónulega þjónusta á fjölskyldureknu hóteli er eitthvað sem mjög fá önnur lúxus hótel geta boðið upp á og þar er og verður okkar styrkleiki í framtíðinni,“ sagði Steinþór.
 
Að sögn Steinþórs sér hann Anderson ekki bara fyrir sé sem flottan fréttamann heldur skemmtilegan karakter með góðan húmor. Hann gaf sé góðan tíma til að spjalla og fannst greinilega spennandi að vera kominn til Íslands. 
 
„Það er gríðarleg aukning í komu svo kallaðra lúxus gesta til Íslands og greinilegt að um leið og aðstaða sem standast þeirra kröfur opnast er markaðurinn hér á Íslandi endalaus. Reykjanesið okkar stendur í dag fremst í þeim flokki og eru tækifærin endalaus,“ sagði Steinþór að endingu.Það fylgir gríðarlegur búnaður með fréttateyminu sem tók viðtal á Diamond Suites.
 
 


Anderson Cooper og Lilja Karen Steinþórsdóttir móttökustjóri Diamond Suites.
 

Anderson Cooper vildi endilega fá myndir af sér og Steinþóri hótelstjóra saman, með og án gleraugna, um leið og Anderson nefndi þann möguleika að Steinþór gæti hugsanlega orðið staðgengill hans í næsta viðtali - og brosti.

 
 
Steinþór er ekki viðfangsefni 60 Mínútna en fékk að máta viðtalssettið sem sett var upp á Diamond Suites, fyrsta 5 stjarna hóteli Íslands sem er á efstu hæð Hótel Keflavíkur.