60 MILLJÓN KRÓNA HAGNAÐUR KAUPFÉLAGSINS
Rekstur Kaupfélags Suðurnesja gekk vel á sl. ári og var hagnaður helmingi meiri en árið á undan eða 60 milljónir króna á móti 30 milljónum króna árið 1997. Heildarvörusala verslana og kjötvinnslu voru 2.6 milljarðar og var söluaukning frá fyrra ári 5.7%. Kaupfélagið rak á árinu átta matvöruverslanir víðsvegar á landinu, í Reykjanesbæ, Sandgerði, Garði, Hafnarfirði og á Ísafirði og síðan kjötvinnsluna Kjötsel. Hinn 1. janúar var síðan stofnað hlutafélag um rekstur Kaupfélagsins, Samkaup hf. sem tók við öllum rekstri verslana og kjötvinnslu þess. Fyrirhugað er að félagsmönnum verði boðinn forkaupsréttur við væntanlega hlutafjáraukningu síðar á árinu og stefnt að því í framtíðinni að hlutafélagið verði opið félag á hlutabréfamarkaði. Heildarhlutafé nú er 225 milljónir og allt í eigu Kaupfélagins.