Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

59,6% vilja Árna sem bæjarstjóra
Árni Sigfússon.
Fimmtudagur 8. maí 2014 kl. 09:50

59,6% vilja Árna sem bæjarstjóra

Talnakönnun með skoðanakönnun í Reykjanesbæ

Tæp 60% þátttakenda í könnun Talnakönnunar ehf. vilja sjá Árna Sigfússon sem næsta bæjarstjóra í Reykjanesbæ. 21% vildu sjá óháðan/ópólitískan bæjarstjóra. Þetta kemur fram í niðurstöðum Talnakönnunar sem framkvæmdi skoðanakönnun í Reykjanebæ.

Talnakönnun ehf. gerði könnun um sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ dagana 3. til 4. maí sl. Spurt var: Hvern viltu sjá sem næsta bæjarstjóra í Reykjanesbæ?

Samkvæmt niðurstöðunni fær Árni Sigfússon 59,6% og óháður/ópólitískur bæjarstjóri 21%. Oddvitar annarra framboða fengu mun minna. Gunnar Þórarinsson fékk 9,6% fylgi í könnuninn en aðrir oddvitar 1,9% eða minna.

„Ég er mjög þakklátur þeim stuðningi sem bæjarbúar sýna mér með þessu - en minni á að það getur orðið flókið að standa í stafni ef mörg flokksbrot þarf til að mynda meirihluta. Reykjanesbær þarf skýra sýn áfram og við megum ekki glutra niður því sem við höfum byggt upp,“ segir Árni Sigfússon í samtali við Víkurfréttir um niðurstöður könnunarinnar.

Könnunin var framkvæmd þannig að spyrlar höfðu aðeins símanúmer en ekki nafn og heimilisfang þeirra sem hringt var í. Svör voru skráð í sérstök skjöl og ekki hægt að tengja á milli þeirra og símanúmeranna. 53% svörun fékkst við spurningunni um bæjarstjóra. Byrjað var með úrtak með 1111 símanúmerum. Svör að öllu leyti eða hluta fengust frá 367 einstaklingum.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25