Fréttir

55 milljónir í eflingu á tækjakosti HSS
Þriðjudagur 9. apríl 2019 kl. 09:14

55 milljónir í eflingu á tækjakosti HSS

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fær 55 milljónir króna til að efla tækjakost. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið skiptingu rúmlega 420 milljóna króna af fjárlögum sem varið verður til að efla tækjakost heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni þar sem endurnýjunarþörf er orðin brýn.
 
Á fjárlögum þessa árs eru samtals 421,8 milljónir króna ætlaðar til tækjakaupa hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Rúmur helmingur fjárins er föst fjárveiting en 200 milljónir króna er tímabundin fjárveiting ætluð til endurnýjunar á myndgreiningarbúnaði stofnananna. Með þessu tímabundna framlagi er verið að bregðast við uppsafnaðri þörf fyrir úrbætur í þessum efnum.
 
Eftirfarandi eru upplýsingar um skiptingu fjárins sem úthlutað er með hliðsjón af þörf stofnananna og stærð þeirra, segir á vef heilbrigðisráðuneytisins.
 
Heilbrigðisstofnun Vesturlands 70 milljónir kr.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 60 milljónir kr.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands 85 milljónir kr.
Heilbrigðisstofnun Austurlands 85 milljónir kr.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands 66,8 milljónir kr.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 55 milljónir kr.
                                   Samtals 421,8 milljónir kr.
 
Public deli
Public deli