55 brautskráðir frá Keili
Keilir brautskráði 55 nemendur þann 14. ágúst síðastliðinn. Athöfnin fór fram við hátíðlega athöfn í nýuppgerðu Andrews Theater á Ásbrú. Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Karl Olgeirsson píanóleikari fluttu tónlistaratriði við upphaf og lok athafnar.
Forstöðumenn einstakra sviða afhentu prófskírteini sem skiptust þannig:
ÍAK einkaþjálfari 2, Háskólabrú 46, Frumkvöðlanám 7 eða samtals 55 nemendur sem fengu prófskírteini sín afhent að þessu sinni.
Verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur: Haddý Anna Hafsteinsdóttir Diploma í frumkvöðlafræðum, Þorvaldur Þorsteinsson í verk-og raunvísindadeild fjarnámi og Egill Emre Sunal í verk-og raunvísindadeild staðnámi.
Ávörp fluttu fulltrúar nemenda Þorvaldur Ásgeirsson fyrir hönd nemenda á Háskólabrú og Haddý Anna Hafsteinsdóttir fyrir hönd frumkvöðla en Haddý Anna hefur starfað bæði sem einkaþjálfari og þolfimileiðbeinandi á Íslandi sem og í Svíþjóð. Í frumkvöðlanáminu vann Haddý Anna að viðskiptaáætlun sinni um farsímalausn fyrir einkaþjálfara. Við þetta tækifæri gaf Haddý Anna Keili „Lykil að framtíðinni“. Lykilinn hannaði og smíðaði Grétar Már Þorvaldsson eiginmaður Haddýar.
Á þessu ári hafa 277 nemendur útskrifast frá Keili. Núna á nýju skólaári eru 684 nemendur í námi við Keili á Háskólabrú, í flugnámi, flugþjónustunámi, flugumferðarstjórn, ÍAK einkaþjálfun, ÍAK íþróttaþjálfun, orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník tæknifræði.
Á efri myndinni má sjá útskriftarhópinn en á þeirri neðri er Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis að taka við gjöf frá Haddý Önnu Hafsteinsdóttur, Diploma í frumkvöðlafræðum.