Fréttir

54% félagsmanna VSFK af erlendum uppruna
Föstudagur 24. nóvember 2017 kl. 10:09

54% félagsmanna VSFK af erlendum uppruna

Meirihluti félagsmanna Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er af erlendu bergi brotinn. Greiðendur félagsgjalda á þessu ári eru um 5500 talsins en þeir voru flestir í sumar. 54% greiðenda félagsgjalda eru af erlendum uppruna og koma þeir frá 74 þjóðlöndum.
 
Stærsti hópur erlendra félagsmanna VSFK kemur frá Póllandi eða um 1500 manns. Næst stærsti hópurinn er frá Filippseyjum, tæplega 100 manns. Þriðjungur erlendu félagsmannanna er á aldrinum 20-29 ára.
 
Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, sagði í samtali við Víkurfréttir að margir erlendir félagsmenn VSFK væru mjög meðvitaðir um félagsleg réttindi sín. Kristján sagði að VSFK ýtti undir að erlendu félagarnir færu í íslenskunám og niðurgreiðir félagið allt að 75% af kostnaði við íslenskunámskeið eftir eins mánaðar aðild að félaginu, sem m.a. fer fram hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
 
Þá þarf verkalýðsfélagið oft að eiga við vinnuveitendur sem hefðu tilheygingu til að setja erlent starfsfólk á lægri taxta, sem í dag eru 280.000 kr. á mánuði eða 1615 kr. á tímann.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024