534 án atvinnu á Suðurnesjum
Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar Suðurnesja eru nú í byrjun vikunnar 534 einstaklingar án atvinnu á Suðurnesjum, 241 karl og 293 konur. Fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum í september var að meðaltali 2,6% eða 330 manns, þar af 248 í Reykjanesbæ. Atvinnulausum hefur því fjölgað um 204 á Suðurnesjum frá því sem var í síðasta mánuði.
Einstaklingur sem skráir sig atvinnulausan á rétt á grunnatvinnuleysisbótum að fjárhæð 136.023 kr. á mánuði eða sem svarar til 6.277 kr. á dag.