Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

5169 skrifuðu undir áskorun Hannesar
Laugardagur 10. nóvember 2007 kl. 13:50

5169 skrifuðu undir áskorun Hannesar

Alls söfnuðust 5169 undirskriftir Suðurnesjamanna og -kvenna í söfnun Hannesar Friðrikssonar vegna málefna Hitaveitu Suðurnesja, en hann afhenti Steinþóri Jónssyni, formanni stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, listann í dag.


Sá fjöldi jafngildir rúmlega 51% kjósenda sem kusu í sveitarstjórnarkosningum á Suðurnesjum á síðasta ári, og sagði Hannes að af því mætti ráða að einfaldur meirihluti kjósenda hefði sagt hver vilji sinn er í þessu máli.

Auk þess hefðu um 95% þeirra sem beðnir voru um undirskrift orðið við því og segði það mikið um hug almennings.

Textinn sem fylgir undirskriftunum hljóðar annars svo:
Ég undirritaður kjósandi á Suðurnesjum skora á alla sveitarstjórnarmenn á Reykjanesi, að leita allra leiða til að tryggja að, orkuöflun og sala á vatni og rafmagni verði ekki færð i meirihlutaeign einkaaðila, og að tryggt verði að orkuöflun sala, og dreifing á rafmagni verði til frambúðar verkefni Hitaveitu Suðurnesja og að HS verði í meirihlutaeign sveitarfélaganna.

Eftir að Hannes hafði afhent listann sagði hann að ósk íbúa væri að sveitarstjórnarmenn tækju höndum saman til að leysa málið svo sómi sé að fyrir alla og eining megi ríkja milli sveitarfélaganna, hvað varði málefni Hitaveitu Suðurnesja.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024