510 aðfluttir umfram brottflutta
Alls voru 510 einstaklingar aðfluttir umfram brottflutta á Suðurnesjum fyrstu þrjá mánuði ársins. Í Reykjanesbær voru 381 aðfluttur umfram brottflutta, 45 í Grindavík, 25 í Sandgerði, 45 í Garði og 14 í Vogum, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.
Íbúar Suðurnesja töldust þann 1.apríl vera 20994 talsins, samkvæmt áætluðum tölum Hagstofunnar yfir mannfjölda í sveitarfélögum. Þessi fjöldi skiptist þannig að 13686 búa í Reykjanesbæ, 2817 í Grindavík, 1784 í Sandgerði, 1492 í Garði og 1245 í Vogum.