Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

50cent átti pantað borð á Langbest
Fimmtudagur 12. ágúst 2004 kl. 12:32

50cent átti pantað borð á Langbest

Heimsfrægi rapparinn 50cent sem hélt tónleika hér á landi í gærkvöldi átti pantað borð á pizzastaðnum Langbest í morgun. Ætluðu þeir að fá sér smá bita fyrir flugið sem þeir áttu með einkaflugvél sinni í morgun. „Þeir vildu góðan skyndibita þ.e.a.s. hamborgara og pizzur,“ sagði Rúnar á Langbest og bætti því við að það hefði verið gaman að fá hann. En seint í gærkvöldi var starfsfólki Langbest tilkynnt að 50cent ásamt fylgdarliði sínu myndu borða á hótelinu sínu.

Það er alveg ljóst að stjörnum rignir yfir Suðurnesin með komu margra frægra einstaklinga sem stoppa við á Reykjanesinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024