Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

500 undirskriftir og fjöldi athugasemda
Föstudagur 3. febrúar 2017 kl. 13:37

500 undirskriftir og fjöldi athugasemda

Borist vegna framkvæmda á Hafnargötu 12

Íbúar Reykjanesbæjar stóðu fyrir undirskriftarsöfnunum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hafnargötu 12. Alls söfnuðust 500 undirskriftir auk rúmlega 40 athugasemda vegna þeirra 77 íbúða sem stendur til að reisa á lóðinni við Hafnargötuna.

Anna Margrét Ólafsdóttir afhenti Guðlaugi H. Sigurjónssyni framkvæmdastjóra Umhverfissviðs Reykjanesbæjar gögnin fyrir hönd íbúa. Framkvæmdirnar hafa verið mikið á milli tannanna á fólki og skiptar skoðanir á útliti og hönnun á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir: Heitur reitur við Hafnargötu

Anna Margrét afhendir hér Guðlaugi gögnin.