Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

50 tónlistaratriði á Ljósanótt
Fimmtudagur 16. september 2004 kl. 16:57

50 tónlistaratriði á Ljósanótt

Um 300 manns komu að menningarviðburðum Ljósanætur með einum eða öðrum hætti og flestir þeirra af Suðurnesjum. Kom þetta fram á fundi Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á þriðjudag.
Í fundargerð kemur fram að á Ljósanótt hafi myndlistarsýningar hafi verið 30 talsins, hljómsveitir um 50 talsins, 3 leikhópar hafi sýnt verk sín og að boðið hafi verið upp á 3 bókmenntaatriði.
Á fundinum þakkaði ráðið Valgerði Guðmundsdóttur og samstarfsmönnum hennar fyrir þeirra framlag til Ljósanætur. Jafnframt hvetur ráðið bæjaryfirvöld til að leggi aukna fjármuni í næstu Ljósanótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024