50 Suðurnesjamenn á framboðslistum
Víkurfréttir tóku saman alla Suðurnesjamenn á framboðslistum stjórnmálaflokkanna í Suðurkjördæmi fyrir þessar kosningar og var miðað við þá aðila sem hafa heimilisfang á Suðurnesjum. Í ljós kom að 50 Suðurnesjamenn eru í framboði á þeim flokkum sem bjóða fram í Suðurkjördæmi.Flestir eru á T-lista, framboðs óháðra en á þeim lista eru 16 aðilar af Suðurnesjum. Á listum Frjálslyndra, Sjálfstæðisflokksins og vinstri Grænna eru 6 Suðurnesjamenn á hverjum lista. Á lista framsóknar eru 5 Suðurnesjamenn og á lista Samfylkingarinnar eru Suðurnesjamennirnir 7 talsins. Fæstir Suðurnesjamenn eru á lista Nýs afls, en þar eru fjórir af Suðurnesjum á lista.