Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

50 manns mættu í jólamót á Kirkjubólsvelli
Mánudagur 24. desember 2012 kl. 15:23

50 manns mættu í jólamót á Kirkjubólsvelli

Það var alls 51 kylfingur sem tók þátt í Jóla Vetrarmóti sem fram fór á Kirkjubólsvelli í Sandgerði í gær. Fínar..

Það var alls 51 kylfingur sem tók þátt í Jóla Vetrarmóti sem fram fór á Kirkjubólsvelli í Sandgerði á laugardag. Fínar aðstæður voru til golfiðkunar í gær og það nýttu margir kylfingar. Leiknar voru 12 holur og voru margir að leika vel. Kylfingar kætast eflaust við að geta nú leikið golfíþróttina þó skammdegið sé allsráðandi um þessar mundir.

Þorsteinn Geirharðsson úr GS lék best í höggleiknum en hann lék holurnar tólf á 49 höggum eða einu höggi yfir pari. Í punktakeppninni var það Halldór Aspar úr GSG sem sigraði en hann hlaut alls 26 punkta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikið er inn á sumarflatir allan ársins hring í Sandgerði en aðeins inn á tólf holur. Völlurinn varð 18 holur fyrir tveimur árum en til að vernda nýjasta hluta vallarins er aðeins leiknar 12 holur um þessar mundir.

Finna má lokaúrslit í mótinu inn á golf.is undir mótaskrá.