Fimmtudagur 24. mars 2005 kl. 11:46
50 lítrar af landa haldlagðir
Í gær fóru lögreglumenn í húsleit í heimahúsi í Höfnum vegna gruns um landaframleiðslu. Fundust þar ca. 50 lítrar af bruggi og bruggtæki sem tekið var í vörslu lögreglunnar.
Enginn var handtekinn en rannsóknarlögreglan vinnur að málinu.