Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

50 ára afmæli Holtaskóla fagnað í dag
Laugardagur 2. nóvember 2002 kl. 15:51

50 ára afmæli Holtaskóla fagnað í dag

50 ára afmæli Holtaskóla var fagnað með hátíðarhöldum í íþróttahúsin við Sunnubraut í dag. Dagskráin var fjölbreytt þar sem m.a. vorur haldnar ræður, nemendur skólans léku tónlist fyrir gesti og í lokin var hópsöngur þar sem allir nemendur skólans sungu nýtt lag sem samið var sérstaklega í tilefni af afmælinu. Þá var nýtt merki skólans afhjúpað af formanni nemendaráðs.Að hátíðarhöldum loknum í íþróttahúsinu var farið fyrir framan skólans þar sem fáni Holtaskóla, með nýja merkinu, var dreginn að húni. Eftir það var boðið upp á kræsingar í skólanum þar sem gestir gátu bragðað á afmælistertu og fengið sér kaffi eða djús.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024