5,5m Eiffel turn úr eldspýtum - Heimsmet?
Í bílskúr í Keflavík leynist mikið listaverk sem á hvergi sinn líkan. Yfir 200.000 eldspýtur mynda 5,5 metra Eiffel turn sem er 2*2m að breidd við gólf. Það tók Jón Guðjónsson 5 ár að búa til turninn, og gerði hann verkið í frístundum sínum. Enginn vafi er á því að turninn er gjaldgengur í heimsmeta bók Guinness en Jón átti þar annað verk í bókinni árið 1975 og segir hann það verk ekki vera í líkingu við þetta Eiffel stórvirki.
Verkið er eins og áður greindi í bílskúr í Keflavík, og er þar í nokkrum pörtum. Jón og Jakob félagi hans er mikið í mun að finna stað fyrir turninn og telja Flugstöðina kjörinn stað fyrir verkið, þar sem það myndi vekja verðskulduga athygli og vera á víðförlum stað. Nú leita þeir að stað þar sem hægt væri að setja turninn upp þannig að mögulegt yrði að mynda hann og bjóða fólki að verða vitni að því þegar heimsmet verður sett, því það er nokkuð ljóst að þetta verk er gjaldgengt í heimsmetabókina.
Nánari upplýsingar um verkið er hægt að fá með því að senda tölvupóst á [email protected] eða hafa samband við skrifstofu Víkurfrétta(sími: 4210000) á opnunartíma skrifstofunnar.
VF-Myndir/ Efri: Partur af hæstu hæð Eiffel turnsins og sést hversu vandað verkið er. Neðri: Jón virkar sem lítið peð við hliðina á 5,5m turninum