4x4 dagur á Suðurnesjum
Það er óhætt að segja að það sé 4x4 dagur í dag á Suðurnesjum. Tvö bílaumboð eru með jeppasýningar í dag. Fyrst skal nefna sýningu hjá Heklu í Reykjanesbæ, þar sem verða sýndir Pajero-jeppar, sem hafa gert góða hluti í Dakar-rallinu. Einnig nýr Pajero Sport á frábæru verði og MMC Outlander, sem er flokkaður sem smájeppi.
Hjá Toyota í Reykjanesbæ er verið að kynna nýjan Toyota Rav 4.
Sýningin í Heklu er opin laugardag og sunnudag kl. 12-16. Hjá Toyota er opið í dag laugardag kl. 12-16 en á morgun sunnudag kl. 13-16.
Hjá Toyota í Reykjanesbæ er verið að kynna nýjan Toyota Rav 4.
Sýningin í Heklu er opin laugardag og sunnudag kl. 12-16. Hjá Toyota er opið í dag laugardag kl. 12-16 en á morgun sunnudag kl. 13-16.