48 síður af rafrænum Víkurfréttum komnar út
Víkurfréttir eru komnar út og aðra vikuna í röð er blaðið bara gefið út á rafrænu formi. Að þessu sinni er blaðið 48 síður og, eins og í síðustu viku, þá er það troðfullt af áhugaverðu efni á þessum fordæmalausu tímum.
Í blaði vikunnar eru fjölmörg viðtöl við Suðurnesjafólk um allt og ekkert eins og við orðum það í blaðinu. Einnig sýna nokkrir áhugaljósmyndarar frá Suðurnesjumn sínar fallegustu myndir.
Fjölmargt annað er í blaðinu. Meðal annars viðtal við Bryndísi Jónu Magnúsdóttur sem nýlega var ráðin skólastjóri Heiðarskóla í Keflavík.
Í þessu rafræna blaði höldum við áfram að nýta okkur tæknilega möguleika og birtum myndskeið í blaðinu með völdum greinum. Þannig má til dæmis sjá lokaorð blaðsins í lifandi mynd þar sem Inga Birna Ragnarsdóttir er ekkert að skafa utan af hlutunum. Þá eru myndir og myndskeið úr fyrsta COVID-19 golfmótinu í heiminum, bæjarstjórinn í Vogum er með lúður á lofti í blaðinu og margt fleira.
Njótið blaðsins og saman stöndum við áfram vaktina.