46 NÝ STÖÐUGILDI HJÁ REYKJANESBÆ
Á næsta ári verða 46 ný stöðugildi tekin í gagnið hjá Reykjanesbæ. Að vísu fer langstærstur hluti þeirra í Heiðarskóla en stefnt er að því að ráða í 43 stöður kennara og annarra er þar munu starfa. Munu ráðningarnar taka gildi þann 1. ágúst á næsta ári en nú þegar er eitt stöðugildi í tengslum við skólann. Þá verður ráðið í eitt stöðugildi í viðbót á leikskólanum Gimli og síðan eru um að ræða viðbót á hlutfallsstöðugildum hjá ýmsum stofnunum bæjarins. Samkvæmt þessu verða því 447 full stöðugildi árið 1999 þegar Heiðarskóli er tekinn til starfa en heildarfjöldi starfsmanna í 401 stöðugildi þann 1. desember sl. var 515.