Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

45 milljarða ábati af flutningi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur
Frá Keflavíkurflugvelli.
Miðvikudagur 12. mars 2014 kl. 09:59

45 milljarða ábati af flutningi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur

- samkvæmt niðurstöðum úttektar Capacent.

Um 45 milljarða króna ábati er af því að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýri á Hólmsheiði eða til Keflavíkur. Þetta kemur fram í hagrænni úttekt Capacent á framtíðarstaðsetningu flugvallarins sem fór í sérmat á samfélagslegri arðsemi af flutningi flugvallarins. Fréttablaðið fjallar um þetta í dag.

Flutningur til Keflavíkur er metinn hagkvæmari en flutningur á Hólmsheiði og rúmlega 10 milljörðum króna hagkvæmari en flutningur á Löngusker. Í niðurstöðum Capacent um samfélagslega arðsemi flutningsins segir að þær séu afdráttarlausar og ekki næmar fyrir breytingum á forsendum. Þá er rekstrarkostnaður innanlandsflugvallar metinn mun minni í Keflavík en á öðrum stöðum. Á móti kemur reyndar kostnaður vegna aksturs til og frá flugvelli. En ríkið nýtur þó samlegðar vegna reksturs flugvallarins við hlið millilandaflugvallar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úttektin er unnin á grundvelli skýrslu ParX viðskiptaráðgjafar IBM sem unnin var fyrir nefnd á vegum samgönguráðuneytisins um úttektir á Reykjavíkurflugvelli.