Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 22. október 2002 kl. 11:59

44% netverja hafa orðið fyrir einelti

Mikill fjöldi þeirra sem hafa tekið þátt í vefkosningu Víkurfrétta á Netinu hefur orðið fyrir einelti. Alls hafa 878 tekið þátt í kosningunni og hafa 44% þeirra orðið fyrir einelti annað hvort í skóla eða á vinnustað. 33% netverja segjast hafa orðið fyrir einelti í skóla og 11% í vinnu. 56% svarenda sögðust ekki hafa orðið fyrir einelti.Það að 878 einstaklingar hafi tekið þátt í könnun Víkurfrétta telst mjög gott á landsvísu. Kosningakerfi netútgáfunnar er mjög traust og þannig getur hver tölva (IP tala) eingöngu greitt atkvæði einu sinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024