Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

44% hjá Lögreglunni á Suðurnesjum eru yfirmenn
Lögreglustöðin við Hringbraut í Reykjanesbæ
Mánudagur 4. janúar 2016 kl. 10:15

44% hjá Lögreglunni á Suðurnesjum eru yfirmenn

Um 44 prósent lögreglumanna hjá Lögreglunni á Suðurnesjum eru yfirmenn, samkvæmt frétt á Vísi í dag. Meðaltal fjölda yfirmanna hjá öllum níu lögregluumdæmum landsins, auk ríkislögreglustjóra er tæplega 41 prósent. Fyrir rúmlega ári síðan var lögregluumdæmum fækkað og er það ein ástæða þessa fjölda yfirmanna á landsvísu.

Samkvæmt úttekt Vísis er 1 yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, 3 aðstoðaryfirlögregluþjónar, 9 aðalvarðstjórar, 7 lögreglufulltúar, 16 varðstjórar, 14 rannsóknarlögreglumenn og 32 lögreglumenn. Lögreglumenn og rannsóknarlögreglumenn hafa ekki mannaforráð en þeir síðarnefndu hafa hærri tekjur en almennir lögreglumenn. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í viðtali við Vísi segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins að markmiðið sé að fjölga þeim sem séu að sinna verkefnum úti í umdæminu en ekki stjórnendum. „Það er ekki hægt að gera það í einu vetfangi því það má ekki taka stöður af fólki sem það er komið með. Í mínum huga þarf að fletja út píramídann til að boðleiðirnar séu ekki of langar.“ Þá segir hún að lögreglufulltrúar hafi ekki alltaf mannaforráð heldur fari í sumum tilfellum með forráð ákveðins málaflokks. „Í núverandi launaumhverfi lögreglunnar er erfitt að umbuna lögreglumönnum fyrir vel unnin störf nema með stöðuhækkunum. Aukinn sveigjanleiki, til dæmis með meira fjármagni inn í stofnanasamninga, getur haft áhrif á hlutfall stjórnenda,“ segir Sigríður.