Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

434 milljóna tap hjá HS orku
Miðvikudagur 26. febrúar 2014 kl. 16:08

434 milljóna tap hjá HS orku

- Ársreikningur 2013 var samþykktur í gær.

Tap ársins 2013 af reglulegri starfsemi HS orku hf. nemur 355 m.kr. samanborið við 653 m.kr hagnað árið 2012. Heildartap er 434 m.kr, samanborið við 5.509 m.kr hagnað árið 2012. EBITDA var alls 2.603 milljónir í fyrra og lækkaði úr 2.923 milljónum árið 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins.

Ársreikningur HS Orku hf. fyrir reikningsskilaárið 2013 var samþykktur af stjórn félagsins á stjórnarfundi í gær. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS og er í íslenskum krónum.

Reiknaðir fjármagnsliðir hafa afgerandi áhrif á afkomu fyrirtækisins nú eins og oft áður.  Þar vegur þyngst breyting á virði afleiða (framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengjast álverði) sem er neikvætt 4.138 m.kr. en var neikvætt um 201 m.kr. á árinu 2012.  Á móti vegur 1.602 m.kr. gengishagnaður á árinu 2013, á árinu 2012 var hins vegar gengistap 782 milljónir.

Tekjur hækka um 2% eða um 150 m.kr. og námu 7.031 m.kr., en voru 6.881  m.kr. fyrir árið 2012. Á móti hækkar rekstrarkostnaður um 17% eða sem nemur 787 m.kr. milli sömu tímabila. Nokkrar ástæður eru fyrir þessari aukningu tekna. Munar þar mest um aukna sölu á smásölumarkaði en lækkandi álverð dregur svo verulega úr tekjuaukningunni á móti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á kostnaðarhliðinni hafa orkukaup aukist nokkuð og flutningskostnaður hækkað vegna breytinga á gjaldskrá Landsnets. Ráðist var í viðhaldsboranir á tveimur holum á tímabilinu en engar slíkar boranir voru á sama tímabili í fyrra. Þá hefur skrifstofu- og stjórnunarkostnaður hækkað, fyrst og fremst vegna kostnaðar við gerðardómsmál vegna orkusölusamnings við Norðurál á Grundartanga.