Sunnudagur 21. júní 2015 kl. 08:00
43 af 75 skiluðu sér í vinnuskólann
– í Sveitarfélaginu Vogum
Vinnuskóli Sveitarfélagsins Voga er tekinn til starfa. Alls eru 75 nemendur í þeim árgöngum sem geta sótt um í skólanum, en það voru hins vegar einungis 43 nemendur sem skiluðu sér.
Verkefni vinnuskólans verða fjölbreytt sem endranær, þó einkum við fegrun og snyrtingu umhverfisins.