Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 13. desember 2001 kl. 11:55

43,2% vilja sumaropnun leikskóla í Reykjanesbæ

Samkvæmt könnun sem Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar gerði í öllum leikskólum sveitarfélagsins vilja 43,2% foreldra hafa leikskólann opinn á sumrin en 32,2% vilja sumarleyfislokun í 4-5 vikur. Meirihluti foreldra eða 38,4% vill rýmri opnunartíma leikskóla eða frá kl. 7.30 til 18:15 en 24,6% vill hafa hann frá kl. 8:00 til 18:00.

Könnunin var gerð í október 2001 og tóku þátt foreldrar barna sem byrjuðu á leikskóla 1. maí 2001 eða fyrr.

Spurt var hvernig viðkomandi hefði líkað sumarleyfislokun sl. sumar og hvaða hátt fólk vildi helst hafa á sumarleyfum í leikskólum. Einnig var spurt um opnunartíma.
Skoðað var sérstaklega hvaða kosti foreldrar kysu frekar sem svöruðu að þeim hefði líkað illa sumarleyfislokun og opnunartími sl. ár.
Lítil þátttaka var meðal foreldra í könnuninni og var svarfrestur framlengdur frá 15. október fram í byrjun nóvember.
Alls fengu 409 foreldrar spurningarblöð og bárust svör frá 146 eða 35,7%.

Hvaða form á sumarleyfi kýst þú helst?
lokun í 4-5 vikur 32,2%
lokun í 3 vikur + 1-2 11,6%


Frá þessu er greint á heimasíðu Reykjanesbæjar í dag.
tvö tímabil 6,2%
leikskólinn opinn 43,2%
ógild svör 4,1%
ekki svarað 2,7%

Hvaða form á opnunartíma kýst þú helst?
8:00 - 17:00 17,8%
8:00 - 18:00 24,6
7:30 - 18:15 38,4%
7:00 - 19:15 8,9%
ógildir 4,8%
ekki svarað 5,5%
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024