400 hjálmar fyrir Suðurnesjakrakka
Nemendur í 1. bekk grunnskóla eru þessa dagana að fá reiðhjólahjálma sem gefnir eru af Kiwanishreyfingunni og Eimskip. Um 400 börn á Suðurnesjum fá hjálma að þessu sinni.
Í morgun var hjálmum dreift í flesta skóla í Reykjanesbæ og á næstu dögum eiga öll börn í 1. bekk að vera komin með hjálm frá Kiwanis og Eimskip.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Myllubakkaskóla í morgun þegar hjálmum var dreift þar á meðal barna. Nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson