Fimmtudagur 18. mars 2021 kl. 09:41
400 bólusettir með Pfizer á Suðurnesjum í þessari viku
Í þessari viku ráðgerir HSS að bólusetja 400 einstaklinga með bóluefni frá Pfizer. Búið er að bólusetja íbúa í búsetukjörnum fatlaðra og notendur þjónustu Hæfingarstöðvar og dagdvala aldraðra ásamt starfsmönnum þessara stofnana, segir jafnframt í fundargerð neyðarstjórnarinnar.