Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

4,1% telja sig verða fyrir einelti í Gerðaskóla
Föstudagur 14. október 2011 kl. 17:19

4,1% telja sig verða fyrir einelti í Gerðaskóla

Þann 30. september s.l. var samskiptadagur í Gerðaskóla. Í viðtölum þann dag fóru umsjónarkennararnir yfir þá vinnu sem er í gangi í skólanum í eineltismálum. Einnig var farið yfir skilgreiningu eineltis samkvæmt hugmyndafræði Olweusar.

Í framhaldi af því var lögð fyrir alla foreldra og nemendur skólans stutt könnun. Spurningarnar voru eftirfarandi: Verður þú fyrir einelti í skólanum? Veist þú um einhvern sem verður fyrir einelti í skólanum? Veist þú um einhvern sem leggur aðra í einelti? Með þessu móti var safnað saman upplýsingum frá öllum nemendum og foreldrum í Gerðaskóla. Að sjálfsögðu var það tekið skýrt fram í viðtölunum að þessar upplýsingar væru trúnaðarmál og með þær yrði farið sem slíkar.

Nú er búið að taka saman þessar upplýsingar og telja Gerðaskóli telur ómetanlegan grunn til þess að vinna markvisst að því að útrýma einelti í skólanum. Heildarniðurstöður sýna að nemendur í 4.-10. bekk vildu tilkynna um 6 tilvik eineltis. Þessar niðurstöður gefa til kynna að hlutfall þeirra sem telja sig verða fyrir einelti í skólanum er 4,1%.

Þessar niðurstöður eru þvert á þær sem komu fram í fundargerð skólanefndar Gerðaskóla nú á dögunum. Þar kemur fram í svari meirihluta skólanefndar í svarbréfi til Mennta- og menningarmálaráðuneytis að í Garði þurfi 13,3% nemenda að þola einelti, að af hverjum 100 börnum við skólann þurfi 13 börn að þola einelti oftar en tvisvar til þrisvar í mánuði. Þá nefndi meirihluti skólanefndar það í svarbréfi sínu til ráðuneytisins að í skólanum hafi myndast fámenn klíka starfsmanna sem í krafti samstöðu og langs starfsaldurs ráði í raun miklu, of miklu, um stjórn skólans. Þetta kemur fram í viðtali við bæjarstjóra í Garðinum og má lesa hér.


Gerðaskóli.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024