Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

38% útsölustaða brutu tóbaksvarnarlög
Mánudagur 30. maí 2016 kl. 15:16

38% útsölustaða brutu tóbaksvarnarlög

Verslanir, söluturnar og aðrir útsölustaðir á Suðurnesjum standa sig flestir betur en áður þegar kemur að því að koma í veg fyrir að ungmenni undir 18 ára kaupi sígarettur hjá þeim. Hins vegar féllu allt of margir á prófinu þegar kom að sölu neftóbaks til sama aldurshóps. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar könnunar sem Samsuð, Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, framkvæmdu 26. maí sl., en á vegum þeirra voru sendir 14-16 ára unglingar á 24 útsölustaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum.

Samkvæmt 8. gr. laga um tóbaksvarnir frá 2002 kemur skýrt fram að tóbak megi hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára. Bann þetta skal auglýst með áberandi hætti þar sem tóbak er selt. Einnig kemur fram í sömu grein að þeir einir sem orðnir eru 18 ára megi selja tóbak, en aldur sölumanna er ekki kannaður í þessari könnun.

Alls seldu aðeins fjórir útsölustaðir af 24 eða 17%, ungmennum undir lögaldri sígarettur, sem er með því besta sem mælst hefur í sambærilegum könnunum undanfarin ár. Í könnun fyrir ári síðan voru 33% útsölustaða sem féllu á prófinu.

Að þessu sinni voru 14-16 ára unglingarnir sem fóru inn í útsölustaðina að þessu sinni jafnframt beðnir að kaupa neftóbak. Alls seldu níu útsölustaðir af 24 nefbók til ungmennanna eða hvorki meira né minna en 38%, sem er verulegt áhyggjuefni. Þetta er samskonar niðurstaða og fyrir ári síðan.

Í kjölfar  heimsóknar ungmennis í verslun fór fulltrúi Samsuð inn í verslun, skilaði vöru og tilkynnti verslunarstjóra/eiganda verslunar að könnun hafi farið fram og að starfsfólk verslunarinnar hafi annað hvort gerst brotlegt á reglugerðum um sölu tóbaks til ungmenna eða staðið sig vel og farið að reglum í einu og öllu.

Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks fer heilbrigðisnefnd hvers landsvæðis með leyfisveitingar og eftirlit á smásölu tóbaks, en niðurstöður reglulegra kannanna Samsuð á sölu tóbaks til ungmenna í grunnskólum, leiða líkur að því að eftirlit með þeirri smásölu sé verulega ábótavant, sérstaklega þegar kemur að munntóbaki.

„Við skorum á Heilbrigðisnefnd Suðurnesja að gera gangskör í að verslunareigendur fari að lögum og reglum um smásölu tóbaks og neftóbaks. Könnunin var gerð með leyfi forráðamanna þeirra sölustaða sem farið var á og líklegt er að framhald verði á tóbakssölukönnunum á vegum Samsuð,“ segir í tilkynningu samtakanna.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024