38 fíkniefnasmyglarar teknir á Suðurnesjum
Lögreglan á Suðurnesjum og tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafa tekið þrjátíu og átta manns með fíkniefni nú frá áramótum og fram að miðjum mars. Samtals hefur verið tekið á fimmta kíló af fíkniefnum á sama tíma.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur langmest verið tekið af amfetamíni, eða rúm 2,5 kíló. Þá eru ótaldir 870 millilítrar af fljótandi amfetamíni, sem tollgæsla stöðvaði á Keflavíkurflugvelli í lok janúar.
Af þessum þrjátíu og átta manna hópi fíkniefnasmyglara eru tuttugu og fimm með íslenskt ríkisfang en þrettán með ríkisfang erlendis.