35 milljónir til að styrkja rekstur HSS
Í dag undirritaði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra viljayfirlýsingu um uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til næstu ára. Í yfirlýsingunni kemur fram að 35 milljónum króna verði varið í ár til að styrkja rekstur HSS og að leitað verði heimildar í fjáraukalögum til þess að ljúka frágangi lóðar við stofnunina. Í yfirlýsingunni segir einnig: „Heilsugæslan skal tryggja grunnþjónustu í heilsugæslu á starfssvæðinu, s. s. almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, vakt- og bráðaþjónustu og forvarnarstörf. HSS skal hafa í þjónustu sinni þann fjölda sérfræðinga í heimilislækningum og annarra sérhæfðra starfsmanna sem nauðsynlegur er til að veita fullnægjandi heilsugæsluþjónustu. Stefna skal að því að þeir sem leita til heilsugæslunnar komist að samdægurs og miða skal við að biðtími á biðstofu, þegar tími hefur verið pantaður, sé að jafnaði ekki lengri en 30 mínútur frá pöntuðum tíma. Ennfremur skal tryggt að einstaklingur sem hringir til heilsugæslustöðvarinnar með brýnt erindi fái strax samband við heilbrigðisstarfsmann (hjúkrunarfræðing eða lækni).“ Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni.
Yfirlýsing um starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á næstu árum
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þjónar íbúum Suðurnesja og nágrennis og meginhlutverk hennar er að veita skjólstæðingum sínum fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði. Starfsemin skal borin uppi af tveimur jafngildum fagsviðum, heilsugæslusviði og sjúkrahússviði.
Heilsugæslusviðið nær yfir heilbrigðisþjónustu sem unnin er vegna þjónustu heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast á sjúkrahúsum, sbr. 19. gr. heilbrigðislaga nr. 97/1990. Heilsugæslan skal tryggja grunnþjónustu í heilsugæslu á starfssvæðinu, s. s. almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, vakt- og bráðaþjónustu og forvarnarstörf. HSS skal hafa í þjónustu sinni þann fjölda sérfræðinga í heimilislækningum og annarra sérhæfðra starfsmanna sem nauðsynlegur er til að veita fullnægjandi heilsugæsluþjónustu. Stefna skal að því að þeir sem leita til heilsugæslunnar komist að samdægurs og miða skal við að biðtími á biðstofu, þegar tími hefur verið pantaður, sé að jafnaði ekki lengri en 30 mínútur frá pöntuðum tíma. Ennfremur skal tryggt að einstaklingur sem hringir til heilsugæslustöðvarinnar með brýnt erindi fái strax samband við heilbrigðisstarfsmann (hjúkrunarfræðing eða lækni).
Undir sjúkrahússvið fellur sjúkrahúsþjónusta sem greinist í lyflækningar og handlækningar. Sjúkrahúsið er ætlað sjúku fólki til vistunar, þar sem læknishjálp, hjúkrun og allur aðbúnaður er í samræmi við reglugerðir og lög um heilbrigðisþjónustu. Sjúkrahúsið skal hafa á að skipa sérfræðingum í skurðlækningum, lyflækningum, kvensjúkdómum og fæðingahjálp og svæfingum. Auk þessara sérgreina skal boðið upp á fjölbreyttari sérfræðiþjónustu með reglubundnum komum eða hlutaráðningu sérfræðinga í öðrum sérgreinum. Á sjúkrahúsinu er slysamóttaka, bráðavakt, fæðingardeild og skurðstofa. Stefnt skal að því að sjúkrahússviðið geti sinnt í framtíðinni um 80% af þörf Suðurnesjamanna fyrir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu. Á sjúkrahúsinu er ennfremur deild fyrir aldraða sjúklinga.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið mun grípa til eftirfarandi aðgerða á árinu 2003 til að styrkja HSS:
Ráðuneytið mun ráðstafa 35 millj. kr. til þess að styrkja rekstur HSS á árinu 2003, jafnframt því sem leitað verður heimildar til þess að hækka rekstrargrunn stofnunarinnar sem þessari upphæð nemur á næstu árum.
Leitað verði heimildar í fjáraukalögum 2003 til þess að ljúka frágangi lóðar við HSS.
Heilbrigðisyfirvöld telja jafnframt mikilvægt að allri heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum verði mörkuð skýr framtíðarsýn og að gerð verði áætlun um frekari uppbyggingu hennar a.m.k. fram til ársins 2010. Meðal brýnustu aðgerða er að taka í notkun 2. hæð D-álmu HSS, efling heilsugæslunnar og endurnýjun á skurðstofum stofnunarinnar.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur með bréfi dagsettu 14. apríl 2003, skipað nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæði heilsugæslu- og sjúkrahúsþjónustu. Nefndinni er ætlað að koma með tillögur um áframhald framkvæmda við stofnunina að loknum þeim áföngum, sem ákvarðanir hafa verið teknar um og í ljósi þeirra áfanga sem þegar er lokið. Nefndin skal taka tillit til þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á aldurssamsetningu íbúa svæðisins. Skoðað verði sérstaklega hvernig nýta megi best þá hluta D-álmu HSS sem ekki hafa verið innréttaðir. Í vinnu sinni skal nefndin taka tillit til þeirra álitsgerða, sem þegar liggja fyrir, svo sem skýrslu vinnuhóps sem skilað var til ráðherra í október 2001 um Heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og framtíðarhlutverk D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Nefndin skal skila fyrstu áfangaskýrslu sinni fyrir 1. júlí 2003.
Yfirlýsing um starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á næstu árum
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þjónar íbúum Suðurnesja og nágrennis og meginhlutverk hennar er að veita skjólstæðingum sínum fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði. Starfsemin skal borin uppi af tveimur jafngildum fagsviðum, heilsugæslusviði og sjúkrahússviði.
Heilsugæslusviðið nær yfir heilbrigðisþjónustu sem unnin er vegna þjónustu heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast á sjúkrahúsum, sbr. 19. gr. heilbrigðislaga nr. 97/1990. Heilsugæslan skal tryggja grunnþjónustu í heilsugæslu á starfssvæðinu, s. s. almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, vakt- og bráðaþjónustu og forvarnarstörf. HSS skal hafa í þjónustu sinni þann fjölda sérfræðinga í heimilislækningum og annarra sérhæfðra starfsmanna sem nauðsynlegur er til að veita fullnægjandi heilsugæsluþjónustu. Stefna skal að því að þeir sem leita til heilsugæslunnar komist að samdægurs og miða skal við að biðtími á biðstofu, þegar tími hefur verið pantaður, sé að jafnaði ekki lengri en 30 mínútur frá pöntuðum tíma. Ennfremur skal tryggt að einstaklingur sem hringir til heilsugæslustöðvarinnar með brýnt erindi fái strax samband við heilbrigðisstarfsmann (hjúkrunarfræðing eða lækni).
Undir sjúkrahússvið fellur sjúkrahúsþjónusta sem greinist í lyflækningar og handlækningar. Sjúkrahúsið er ætlað sjúku fólki til vistunar, þar sem læknishjálp, hjúkrun og allur aðbúnaður er í samræmi við reglugerðir og lög um heilbrigðisþjónustu. Sjúkrahúsið skal hafa á að skipa sérfræðingum í skurðlækningum, lyflækningum, kvensjúkdómum og fæðingahjálp og svæfingum. Auk þessara sérgreina skal boðið upp á fjölbreyttari sérfræðiþjónustu með reglubundnum komum eða hlutaráðningu sérfræðinga í öðrum sérgreinum. Á sjúkrahúsinu er slysamóttaka, bráðavakt, fæðingardeild og skurðstofa. Stefnt skal að því að sjúkrahússviðið geti sinnt í framtíðinni um 80% af þörf Suðurnesjamanna fyrir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu. Á sjúkrahúsinu er ennfremur deild fyrir aldraða sjúklinga.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið mun grípa til eftirfarandi aðgerða á árinu 2003 til að styrkja HSS:
Ráðuneytið mun ráðstafa 35 millj. kr. til þess að styrkja rekstur HSS á árinu 2003, jafnframt því sem leitað verður heimildar til þess að hækka rekstrargrunn stofnunarinnar sem þessari upphæð nemur á næstu árum.
Leitað verði heimildar í fjáraukalögum 2003 til þess að ljúka frágangi lóðar við HSS.
Heilbrigðisyfirvöld telja jafnframt mikilvægt að allri heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum verði mörkuð skýr framtíðarsýn og að gerð verði áætlun um frekari uppbyggingu hennar a.m.k. fram til ársins 2010. Meðal brýnustu aðgerða er að taka í notkun 2. hæð D-álmu HSS, efling heilsugæslunnar og endurnýjun á skurðstofum stofnunarinnar.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur með bréfi dagsettu 14. apríl 2003, skipað nefnd um framtíðaruppbyggingu, þróun og skipulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, bæði heilsugæslu- og sjúkrahúsþjónustu. Nefndinni er ætlað að koma með tillögur um áframhald framkvæmda við stofnunina að loknum þeim áföngum, sem ákvarðanir hafa verið teknar um og í ljósi þeirra áfanga sem þegar er lokið. Nefndin skal taka tillit til þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru á aldurssamsetningu íbúa svæðisins. Skoðað verði sérstaklega hvernig nýta megi best þá hluta D-álmu HSS sem ekki hafa verið innréttaðir. Í vinnu sinni skal nefndin taka tillit til þeirra álitsgerða, sem þegar liggja fyrir, svo sem skýrslu vinnuhóps sem skilað var til ráðherra í október 2001 um Heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum og framtíðarhlutverk D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Nefndin skal skila fyrstu áfangaskýrslu sinni fyrir 1. júlí 2003.