35 ár frá flugslysinu á Sri Lanka
Mannskæðasta flugslys íslenskrar flugsögu varð á þessum degi fyrir 35 árum síðan. Þá fórst Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó, Sri Lanka. Alls fórust 183, þar af átta íslenskir starfsmenn Flugleiða.
Vélin var á leið frá Sádi-Arabíu með indónesíska pílagríma á leið til síns heima, en millilenda átti í Kólombó þar sem aukaáhöfn og starfsmenn áttu að verða eftir. Í afleitu veðri og skyggni brotlenti vélin á kókoshnetuplantekru skömmu fyrir miðnætti, rúmum tveimur kílómetrum frá enda flugbrautarinnar.
79 komust lífs af frá slysinu, þar af fimm Íslendingar. Þeir voru flugfreyjurnar Jónína Sigmarsdóttir, Kristín E. Kristleifsdóttir, Oddný Björgólfsdóttir og Þuríður Vilhjálmsdóttir, og Harald Snæhólm flugstjóri.
Oddný Björgólfsdóttir flugfreyja ræddi flugslysið í viðtali við Víkurfréttir fyrir nokkrum árum.
Tengill á viðtalið er hér!