340 í atvinnuleit á Suðurnesjum
Þrátt fyrir uppgang á flestum sviðum atvinnulífs á Suðurnesjum eru samt 340 einstaklingar í atvinnuleit á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem stjórn Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, tók fyrir á dögunum.
Heklan birtir þær tölur að nú séu 340 í atvinnuleit í september en í apríl í vor voru atvinnuleitendur 551 á svæðinu.