Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

339 íbúðir í fimm til sex hæða húsum á Vatnsnesi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 20. maí 2022 kl. 06:47

339 íbúðir í fimm til sex hæða húsum á Vatnsnesi

Tillaga að deiliskipulagi Vatnsness – Hrannargötu 2–4 var tekin fyrir á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 339 íbúðum í fimm til sex hæða húsum og sameiningu lóða í samræmi við uppdrætti JeES arkitekta ehf. frá 8. apríl 2022. 

Á 237. fundi umhverfis- og skipulagsráðs var veitt heimild til þess að vinna deiliskipulagstillögu í samvinnu við skipulagsfulltrúa með þeim fyrirvara að aðalskipulag Reykjanesbæjar er í endurskoðun. Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna. Haldinn verði kynningarfundur á skipulagstímabilinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tillögunni segir m.a.:

Leggja skal ríka áherslu á landslagshönnun á svæðinu í samræmi við staðsetningu þess við ströndina. Gera skal ráð fyrir trjábelti við Hrannargötu, sem sem hluti af grænni götumynd. Milli húsa og við strandlengjuna er lagt upp með stígum, setubekkjum, góðri lýsingu og gróðri sem endurspeglar umhverfið. Við mitt svæðið er gert ráð fyrir torgi í tengslum við helstu þjónusturými svæðisins með góða tengingu milli Hrannargötu og útivistarsvæðis til austurs. 

Mikilvægt er að vanda hönnun og hafa samræmt yfirbragð til að skapa heildstæða hverfisásýnd og hafa vistvæna hönnun að leiðarljósi við val á byggingarefnum. Huga skal að því að nota endurnýtanleg og vistvæn efni við hönnun húsanna. 

Klæðningar skulu vera samræmdar í efnisnotkun og útfærslu fyrir allt svæðið og hafa náttúrulega ásýnd sem samræmist staðsetningu húsanna.