338 einstaklingar fá aðstoð
Velferðarráð Reykjanesbæjar birtir reglulega tölfræði og tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings.
Í júlí fengu 338 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar um 44,8 milljónir króna eða að meðaltali kr. 132.422 á einstakling. Sveitarfélagið fær endurgreiðslu frá ríkinu að upphæð kr. 29.797.544 samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í sama mánuði 2022 fengu 227 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar um 32,5 milljónir króna eða að meðaltali kr. 143.130. Fjöldi barna voru 110 á fimmtíu heimilum.
Í júní 2023 fengu 309 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar um 43,9 milljónir króna eða að meðaltali kr. 141.943. Sveitarfélagið fær endurgreiðslu frá ríkinu að upphæð 28,1 milljón króna.
Í sama mánuði 2022 fékk 261 einstaklingur greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar um 39,5 milljónir króna eða að meðaltali kr. 151.265.
Í júlí fengu alls 285 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals um sex milljónir króna. Í sama mánuði 2022 fengu 280 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals rúmar 3,9 milljónir króna.
Á síðasta fundi ráðsins var lagt fram minnisblað frá teymisstjóra ráðgjafar- og stuðningsteymis þar sem fram koma leiðréttar upplýsingar um fjölda barna sem eiga foreldra á fjárhagsaðstoð það sem af er árinu 2023. Flest voru börnin 142 á 65 heimilum í mars á þessu ári. Fjöldi barna voru 88 í júlí á 43 heimilum skv. bráðabirgðatölum.