33 útköll hjá slökkviliði og sjúkrabílum
Slökkviliðs- og sjúkraflutningsmenn í Keflavík höfðu nóg að gera alla síðustu viku og var fjöldi útkalla yfir meðallagi.Þannig voru 30 sjúkraflutningar í síðustu viku og fram á sunnudagskvöld. Einnig bárust þrjú brunaútköll eða brunaboð. Ekkert þeirra var alvarlegs eðlis en brunaviðvörunarkerfi kom í veg fyrir milljónatjón í einu tilviki. Nánar um það í Víkurfréttum á fimmtudag.