Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

3000 tonnum af makríl landað í Helguvík
Báturinn Polar við bryggju í Helguvík. VF myndir Pket.
Fimmtudagur 25. júlí 2013 kl. 10:22

3000 tonnum af makríl landað í Helguvík

Tvö stór fiskiskip komu með rúmlega þrjú þúsund tonn af makríl til löndunar í Helguvík í gærkvöldi. Birtingur og Polar voru á makrílveiðum við Grænland og sigldu til Íslands með aflann og komu skipin til Helguvíkur eftir kvöldmat eftir um tuttugu klukkustunda siglingu.

Fiskurinn fór allur í bræðslu í verksmiðju Helguvíkurmjöls en reynt var að frysta hluta aflans en það gekk ekki, m.a. vegna þess að mikil áta var í fiskinum. Stefnt er að því að fá makríl í frystingu þegar hann fer að veiðast í meiri mæli hér við land.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024