Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

300 börn frá skóla vegna veikinda
Þriðjudagur 18. mars 2003 kl. 11:02

300 börn frá skóla vegna veikinda

Rétt tæplega 300 börn á grunnskólaaldri í Reykjanesbæ voru frá skóla í gær vegna veikinda. Holtaskóli í Keflavík á "metið" en þar tilkynntu 128 börn veikindi. Í dag voru tilkynningar um veikindi í Holtaskóla orðnar 104 og þar á meðal eru kennarar sem tilkynnt hafa veikindi í dag. Í Heiðarskóla í Keflavík tilkynntu 90 börn veikindi í gær en tilkynningar eru aðeins færri í dag.Í Myllubakkaskóla eru aðeins hraustari börn, því þar voru 42 börn veik í gær og 23 höfðu tilkynnt veikindi í dag. Njarðvíkurskóli hafði fengið 36 tilkynningar í dag um veikindi sem er svipað ástand og í gær.

Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er lítið um veikindi. „Hér taka allir lýsi“, sagði daman á símanum.

Hjá Víkurfréttum er farið að bera á nefrennsli, hósta og særindum í hálsi!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024