Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

30 til 40 starfsmönnum varnarliðsins sagt upp á næstu tveimur mánuðum
Föstudagur 30. apríl 2004 kl. 13:59

30 til 40 starfsmönnum varnarliðsins sagt upp á næstu tveimur mánuðum

Á milli 30 og 40 starfsmönnum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður sagt upp störfum á næstu tveimur mánuðum. Gert er ráð fyrir að fólkið hætti störfum í sumarlok samkvæmt heimildum Víkurfrétta.
Utanríkisráðherra sagði við utandagskrárumræður um málefni varnarliðsins á Alþingi í gær að varnarliðið hygðist fara í frekari hagræðingaraðgerðir sem geti falið í sér frekari uppsagnir. Utanríkisráðherra sagði við umræðurnar í gær að rúmlega 30 af þeim 100 manns sem sagt var upp störfum í nóvember á síðasta ári væru enn án atvinnu. Ráðherra sagði að um 20 af þeim 100 sem sagt var upp störfum hefðu farið á eftirlaun og að 14 manns hefðu verið endurráðnir hjá Varnarliðinu.
Frá því í nóvember hefur því 114 manns verið sagt upp störfum hjá varnarliðinu og er stærstur hluti þeirra búsettur á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024