Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 14. desember 2001 kl. 11:54

30 þúsund krónur í rafmagnskostnað vegna jólaljósa

Það fer ekki framhjá neinum að jólin eru framundan. Það er misjafnt hvað fólk vill skreyta í kringum sig sumir vilja hafa lítið af ljósi á meðan öðrum halda engin bönd þegar kemur að jólaljósaskreytingum.Egill Sigmundsson, yfirmaður rafmagnsdeildar hjá Hitaveitu Suðurnesja hf, segir mjög erfitt að segja til um hvað einstaka íbúar eða Reykjanesbær í heild sinni noti af rafmagni í jólaljósin, því það sé bara lesið af mælum einu sinni á ári. Hann segir Hitaveituna gera stikkprufur og þeir sem noti mest séu að borga á milli 20 -30 þúsund krónur fyrir ljósadýrðina í jólamánuðinum, en meðalnotkun heimilanna telur hann vera um 3000 krónur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024