Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

30 ný störf í Grindavík í sumar
Fimmtudagur 25. júní 2009 kl. 08:46

30 ný störf í Grindavík í sumar

Vinnumálastofnun hefur samþykkt umsókn Grindavíkurbæjar um sérstakt atvinnuátak Skógræktarfélags Íslands en um er að ræða 20 störf í tvo mánuði. Jafnframt samþykkti Vinnumálastofnun sérstakt átaksverkefni vegna niðurrifs innandyra í Festi. Um er að ræða 10 störf í einn mánuð. Samtals er því um 30 störf að ræða.


Á heimasíðu Grindavíkurbæjar kemur fram að hugmyndir séu uppi um að fegra umhverfið í hlíðum Þorbjarnar og gróðursetja þar og hreinsa sem og ýmislegt fleira.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Alls eru rétt rúmlega 100 manns á atvinnuleysisskrá í Grindavík, eða um 3%.


Af vef Grindavíkurbæjar

Mynd: Af Þorbirni